60 ára gömul meðferð
Christine Schrammek þróaði GREEN PEEL® meðferðina fyrir einum fimmtíu árum með það að markmiði að hjálpa fólki með óhreina eða skemmda húð. Grunnurinn að meðferðinni var þá sem nú blanda átta sérvaldra jurta sem innihalda ensími, steinefni og vítamín sem nuddað er í húðina. Hin upprunalega GREEN PEEL® meðferð hefur sannað sig um heim allan og er einungis fáanleg hjá lærðum snyrtifræðingum og húðsjúkdómalæknum og alltaf viðhaldið með sérvöldum vörum, m.a. hinu upprunlega BB kremi frá Dr.Schrammek. Með því að aðlaga jurtablönduna að hverri húðgerð má veita hverjum einstaklingi meðferð sem hentar húðgerð viðkomandi með þau markmið að augum sem viðkomandi vill nálgast. Auk þess að endurnýja húðina með flögnunarferlinu örvast frumuendurnýjun og kollagenmyndun húðarinnar. Kollagen er eitt af aðaluppistöðuefnum í bandvef húðarinnar og sér til þess að húðin haldist stinn og slétt.
Jurtirnar gera það að verkum að efsta húðlagið fer og frumuendurnýjun húðarinnar eykst. Meðferðin eykur endurnýjun hornhúðar og nuddið örvar auk þess blóðflæðið svo frumurnar fá aukna næringu og súrefni. Notað er sérstakt hringnudd sem lætur öreindir jurtannda nudda ysta lag húðarinnar. Þannig örvast vaxtarstöðvar húðarinnar og framleiðsla nýrra húðfruma eykst. Blóðrásarkerfi húðarinnar örvast verulega og hver húðfruma fær aukið súrefni. Nokkrum dögum síðar tekur ysta lag húðarinnar að flagna af.
Grunnurinn að GREEN PEEL meðferðinni er blanda af átta mismunandi jurtum. Ensím, steinefni og vítamín m.a. spírulína sem nuddað eru inn í húðina. Meðferðin gengur þannig fyrir sig að eftir að búið er að þrífa húðina vel þá er jurtablöndunni nuddað rólega inn í hana. Þar sem blandan er fremur gróf er tilfinningin svolítið eins og verið sé að nudda sandkornum á hana og misjafnt hvernig fólk þolir við. En snyrtifræðingur hlustar á líðan viðkomandi og nuddar þá eins lengi og þolir við. Þannig er flögnunarferli húðarinnar virkjað. Loks er jurtablöndunni strokið af og maski og ampúla ef við á þá er meðferð þá lokið í bili.
Áhrif þessarar meðferðar koma í ljós á 2-5 dögum eftir húðgerð hvers og eins. Á þeim tíma er mikilvægt að fylgja þeim ráðum sem snyrtifræðingur gefur og nota einungis sérstakar Dr.Schrammek vörur sem fylgja meðferðinni en ekki má bleyta andlitið með vatni í fimm daga – nema eftir Fresh Up!. Til að ljúka klassísku meðferðinni er komið í eftirmeðferð fimm dögum síðar þar sem húðin er vel nærð og dauðar húðfrumur nuddaðar af. Það fer eftir ástandi húðar undir niðri hversu margar meðferðir eru nauðsynlegar til að ná sem bestum árangri.
5 meðferðir eru í boði og fara þær eftir magni jurta og eru mis djúpar og mis mikil erting og flögnun. Margir vilja bara fríska upp á húðina og þá er mællt með minnstu meðferðinni bleyta má húðina eftir þá meðferð.
- CLASSIC – Húðendurnýjun á 5 dögum
- ENERGY Q10+ Húðendurnýjun og sinning húðar (nýjasta meðferðin)
- ENERGY – Sjáanlegur stinnleiki húðar
- FRESH UP – Fljótleg fegurð
- MELA WHITE – Litabreytingar