Algengar spurningar

1. Hversu djúp eru áhrifin af GREEN PEEL® CLASSIC meðferðinni?

Þegar að efsta húðlagið er fjarlægt þá örvast frumuendurnýjun húðarinnar. Árangurinn er aukin endurnýjun hornhúðar (efsta húðlag). Þegar jurtunum er nuddað inn í húðina örvast blóðflæðið og frumurnar fá aukna næringu og súrefni. Við þessa örvun verður áberandi mikill munur á húðini.

2. Af hverju er GREEN PEEL® CLASSIC góð fyrir eldri húð?

GREEN PEEL® meðferðin virkjar frumuendurnýjun í húðini. Aukið blóðflæði verður í húðinni sem að stinnir hana og frumurnar fá meira súrefni og næringu sem að styrkir húðlagið.

3. Hver eru áhrifin á Leðurhúðina?

Það örvast kollagenmyndun í húðinni en kollagen er aðaluppistöðuefnið í bandvef húðarinnar sem að sér til þes að húðin haldist stinn og slétt. Til þess þurfa kollagen og elastínþræðirnir að haldast saman, og GREEN PEEL® styrkir þessa kollagen og elastínþræði.

4. Hvaða áhrif hefur GREEN PEEL® CLASSIC á fitulag húðarinnar ( líkamsmeðferðum )?

Cellulite verður þegar að frumurnar í fitulagi og leðurhúð verða fyrir efnaskiptatruflunum frá líkamanum. Við þð safnast upp fita inn á milli vefja. Þegar jurtunum er nuddað inn í húðina byrjar líkaminn að hreinsa vefina. Við það verður húðin stinnari og sléttari.

5. Virkar GREEN PEEL® CLASSIC á ungt fólk með Acne? (unglingabólur)

Margir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á Acne eins og t.d erfðir, hormónar, aukin fituframleiðsla í húðini og bakteríusýkingar. Acne getur skilið eftir sig ör og skemmdir í húðinni. Alvarleg tilfelli Acne þarf að meðhöndla fyrst hjá húðsjúkdómalækni. Þegar að búið er að vinna bug á sýkingunni er hægt að fara að meðhöndla húðina með GREEN PEEL® og vinna þá á örum og bólum sem að eftir eru. Nokkrar GREEN PEEL® meðferðir geta verið nausynlegar til að ná hámarksárangri. Nauðsynlegt er að nota GREEN PEEL® vörur eftir meðferðina til að halda húðinni góðri og án frekari sýkinga.

6. Eru aldurstakmörk á GREEN PEEL® CLASSIC meðferðum?

Ekki er æskilegt að gera GREEN PEEL® á börnum. Meðferð má gera á unglingum og séu þeir ekki orðnir 18 ára þarf að fá skriflegt leyfi frá foreldri eða forráðamanni og þarf foreldri helst að koma með viðkomandi.

7. Hversu langt þarf að líða á milli GREEN PEEL® Classic meðferða?

Það þurfa að líða 28 dagar. Það má s.s koma einu sinni í mánuði í GREEN PEEL® CLASSIC meðferð.

8. Hvenær má fara í sólbað eða ljós eftir meðferð?

8 vikum eftir meðferð.

9. Hvenær getur viðskiptavinur farið að nota sínar daglegu snyrtivörur?

Burtséð frá húðtegund viðskiptavinar er mælt með að fyrstu 6 – 8 vikurnar sé notað OPTIMUM PROTECTION CREAM til að vernda nýju húðina frá skaðlegum geislum sólar. Einnig gefa virku innihaldsefnin húðini alla þá næringu sem að hún þarf. Næturkrem sem hentar þurri húð er t.d. SKIN ELIXIER. Eftir það getur viðskiptavinur farið að nota sínar daglegu vörur.

10. Má viðskiptavinur nota andlitsfarða (make up) eftir meðferð?

Nei! Ekki má nota andlitsfarða fyrr en eftir eftir-meðferð en viðskiptavinur fær með sér BLEMISH BALM (sjá nánar)

11. Afhverju má ekki bleyta meðferðarsvæðið með (miklu) vatni?

Of mikið vatn á meðferðarsvæðið getur skolað jurtunum í burtu. Jurtirnar eru ennþá á svæðinu og eru enn að vinna þó að ekki sé verið að nudda svæðið. Vatnið getur þar að leiðandi eyðilagt flögnunarferlið.

12. Afhverju flagna ekki lófar snyrtifræðinga við að nudda jurtunum í húðina?

Í lófunum er sérstök tegund húðar sem nefnist ljósbrotslag og ysta lag húðarinnar er mjög sterkt sem og að svitakirtlarnir í lófunum örvast við nuddið.

13. Afhverju má ekki setja GREEN PEEL® á augnsvæðið?

Augnsvæðið hefur mjög litla fitu undir húð og er sérlega þunnt og fíngert svæði.

14. Afhverju má ekki setja Green Peel á háls og bringu?

Sama og með augnsvæðið þá er lítið fitulag undir húðinni.

15. Hvers vegna má ekki gera GREEN PEEL® CLASSIC á andlit og líkama á sama tíma?

Jurtirnar í GREEN PEEL® CLASSIC örva blóðflæðið í líkamanum og geta leitt til blóðþrýstingsvandamála ef að of stórt svæði er meðhöndlað í einu.

16. Má stunda íþróttir og iðka líkamsrækt meðan á flögnunarferlinu stendur?

Ekki er gott að svitna mikið fyrstu tvo daganna eftir meðferð. Sviti getur eyðilagt flögnunarferlið.

17. Má fara í bað eða sturtu eftir meðferð?

Óhætt er að fara í snögga sturtu með volgu vatni, Best er að setja plastfilmu á meðferðasvæðið, annars skal þerra meðferðasvæðið og varast að nudda það.

18. Getur sviti haft áhrif á meðferðarsvæðið og afhverju?

Mikil svitamyndun á svæðið strax eftir meðferð getur skolað jurtunum burt og húðin getur farið að bólgna

19. Hver getur verið ástæðan fyrir því að húðin flagnar ekki almennilega?

Eftirfarandi atriði geta hindrað eða truflað flögnunina:

– Viðskiptavinur fór í langa sturtu, bað, sund, sauna, á æfingu eða svitnaði mikið. Allt þetta getur hindrað virkni jurtanna í húðinni.

– Jurtunum var ekki rétt blandað saman fyrir meðferð.

– Nuddið var ekki rétt framkvæmt miðað við tegund húðar.

– Viðskiptavinur notaði snyrtivörur sem innihéldu ávaxtasýrur fyrir meðferðina.

20. Hvaða lyfjum má ekki vera á fyrir meðferð og hvað þarf að líða langur tími frá inntöku lyfja?

2 vikur:

– Chlorpromazin– Sýklalyf

4-6 vikur:

– Þunglyndislyf sem að innihalda St John´s wort.– Collagen eða hyaluronicsýrumeðferð.
– Cytostatics. ( krabbameinslyf )– Cortisone.

8 vikur:

– Ef að viðskiptavinur er í ávaxtasýrumeðferð er ráðlagt að bíða í 8 vikur

4-6 mánuðir:

– Ef að viðskiptavinur er að taka Isotretionin ( e.g Aknenormin, Isoderm ) lyf við acne er ráðlagt að bíða í 6 mánuði– Ef að viðskiptavinur hefur verið í húðslípun ætti að bíða í 4 mánuði– Eftir lasermeðferð ætti að bíða í 6 mánuði

21. Má fara í GREEN PEEL® á meðgöngu eða við brjóstagjöf?

Ekki er ráðlagt að fara í GREEN PEEL® meðferð meðan á meðgöngu eða brjóstagjöf stendur.

22. Hversu oft má fara í GREEN PEEL®, er eitthvað hámark?

Nei

23. Þynnir GREEN PEEL® CLASSIC húðina og eldist húðin þá hraðar?

Nei, meðferðin örvar enduruppbyggingu frumnanna í húðini.

24. Mun húð karlmanna bregðast öðruvísi við?

Húð karla er þykkari en húð kvenna þannig að það getur verið að það þurfi að nudda aðeins lengur og með meiri þrýstingi til að fá sama árangur og hjá kvenfólki.

25. Geta menn rakað sig eftir meðferð?

Já einungis með rafmagnsrakvél.

26. Skiptir máli hvenar á árinu GREEN PEEL® meðferð er gerð?

Nei, það skiptir ekki máli hvort að það er sumar eða vetur. Viðskiptavinur fær með sér krem sem að innihalda sólvörn / block sem að hann á að nota á meðan. Ef að viðskiptavinur fer eftir öllu sem að hann á að gera og passa húðina þá er alveg eins árangur sama á hvaða tíma meðferðin er gerð

27. Gott að hafa í huga!

– Viðskiptavinir með rósroða, mjög þunna húð og mjög viðkvæma húð ættu ekki að fara í GREEN PEEL® CLASSIC meðferðina en þeir gætu farið í GREEN PEEL® FRESH UP!